Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Kærasta eða ekki - kærasta...

Jæja, nú eru aðeins 3 dagar þangað til að ég og Magnús eigum 1 árs afmæli. Finnst mér það heldur ótrúlegt að einhver maður hafi getað afborið mig í nánast heilt ár.

Þegar ég var ekki kærasta, missti ég ófáa daga svefn yfir því að enginn vildi mig. Leitaði örvæntingafull á börum Reykjavíkur eftir hinum eina sanna, fann einhvern álitlegan og uppgötvaði oftast daginn eftir að þetta var þá bara enn annar drengstaulinn sem var á góðri leið með að verða útbrennd rokkstjarna.

Fjölskylduboð voru e-ð sem ég kveið fyrir, enn einu sinni þurfti ég að standa fyrir fram fjölskylduna og góla sömu rulluna "nei ég á ekki kærasta". Var maður litinn hornauga og hvíslaði fólk á milli sér að ég væri áreiðanlega lesbía víst að enginn maður væri kominn í spilið.

Ég öfundaði stelpur sem töluðu um kærastana sína, stundum varð ég bitur út í leiðinlegar stelpur því mér þótti það furðulegt að einhver vildi þær, en enginn vildi mig. Hvað var að mér?

Í ensku hef ég verið að læra um fordóma í Bandaríkjunum. Þegar fyrstu innflytjendurnir fluttu til Bandaríkjanna myndaðist mikil ringulreið og miklir fordómar. Fólk vissi ekki hvernig það átti að skilgreina sig, en það vissi þó að það gæti skilgreint sig út frá því hvað það var ekki. T.d. tengdi fólk sig við annað hvort að það væri white eða non-white. Þó svo að það kom í rauninni málinu ekkert við hvort að það var hvítt eða ekki, t.d. var litið á gyðinga sem non-white. White var normið, non-white var ekki normið.

Einhvern veginn minnir þetta allt saman mig á hvernig fólk (eða þá kannski bara ég) skilgreinir sig út frá því að vera kærasta/kærasti eða ekki - kærasta/kærasti. Normið er að eiga kærasta/kærustu, en að vera ekki - kærasta/kærasti í kannski langan tíma þykir afbrigðilegt. Það að eiga kærasta/kærustu gerir mann samþykkan í samfélaginu, ég er elskuð að af strák/stelpu þar af leiðandi hlýt ég að vera gild sem manneskja.

En já, hefði maður þá ekki haldið að Þórdís Nadia væri hamingjusamasta manneskjan á plánetunni víst að hún náði að halda sér í kærasta. Nei ekkert endilega. Öll sömu vandamálin hrjá mig og þó að hann Magnús minn elski mig ákaflega mikið, þá hverfa þessi vandamál ekkert. Stundum líður mér meira að segja að ég sé að svíkja lit, að núna er ég orðin bara kærasta, núna er ég bara skilgreind sem kærastan hans Magga.

Fjölskylduboðin hafa ekki skánað með neinu móti. Þegar ég var ekki - kærasta þá dagdreymdi mig um að ganga inn stolt í fjölskylduboð með kærasta í fararbroddi brosandi út af eyrum. Núna hins vegar þegar ég er kærasta eru helst allar samræður um Magnús en ekki mig, þá meina ég þegar hann er ekki í boðunum. Núna er ég spurð þvers og kruss um hann, en það hafa allir takmarkaðann áhuga á hvað ÉG er að gera, kannski er það einhver sem spyr kurteisislega í hálfum hljóðum hvernig gangi í skólunum, annars er það bara Maggi.

Já þetta voru bara svona smá hugleiðingar dagsins, og ég vil endilega fá komment um þessa færslu hvort þið séuð sammála mér eða ekki! Víííí

Nadia

 


Á ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi...

Jú ég held það bara...

 Nachos 


Ja hérna...

Ég er veik, aftur. Það er rúmlega mánuður síðan ég var veik. Mjög skrítið. Ég veiktist bara allt í einu í nótt. Fékk hita og hósta.

Líkaminn minn velur afar leiðinlega tímasetningu á að verða veikur, ég hugsa að ég verði að mæta veik í skólann á morgun.

Djöfull er ég komin með fokking ógeð á þessum nágranna hérna sem býr fyrir ofan okkur. Hann er búinn að vera bora og hamra í svona án gríns 2 mánuði. Ég er ekki að meika að hlusta á þetta núna.

Æji ég get ekki mei...

 

Nadia 


Höfundur

Nadia
Nadia
Ég er furðuverk.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 224

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband