Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
4.11.2009 | 00:29
Internethóran...
Ég er búin að skilja leifar eftir mig út um allan veraldarvefinn. Tvær bloggsíður, myspace prófíl, facebook prófíl, myndasíðu, þó nokkur myndbönd á youtube og nú berst ég í óðaönn við það að opna ekki Twitter síðu. Ég er búin að vera kærulaus! Lauslát! Ég berst um veraldarvefinn eins og klamedía myndi berast á milli fólks sem væri að stunda mikið kynlíf með fullt af fólki sem er með kynsjúkdóma og notar ekki vörn. Erfitt að koma með hnyttnar myndlíkingar svona seint.
Ég er búin að liggja í nostalgíu kasti eftir að hafa lesið gamlar færslur af blogginu sem ég var með hér í den. Hræðilegur aulahrollur fylgdi þó lesningunni þar sem ég var með eindæmum þunglyndur, bitur unglingur sem var greinilega mjög opin um vanlíðan mína á netinu. Ég fékk óstjórnlega löngun til þess að fara að blogga aftur og ákvað að slá til. Sjáum til hversu lengi þetta endist þó.
Munið þið eftir því þegar allir voru með blogg? Ég man eftir blog.central.is og öllu litlu stelpunum sem voru að blogga þar. "Í dag fór ég í skólann og svo fór ég heim og og fékk mér samloku og síðan hringdi Dísa í mig og þá fórum við út í snúsnú og svo hittum við Möggu og hún gaf okkur nammi og...". Ég man ekki eftir að hafa lesið blogg núna síðust liðin tvö ár sem voru ekki á einhvern hátt pólítísk eða skrifuð af hataðri fegurðardrottningu.
En ok ég ætla að reyna á þetta, þetta verður eilítið tilfinningabældara blogg en áður en biturt verður það þó, því það er eiginleiki sem að ég hef aldrei glatað.
Bless og takk og ekkert snakk.
- Nadia
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar