Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 17:20
Já, já...
Dagurinn í dag er búinn að vera einstaklega misheppnaður að öllu leyti, en þó hef ég átt verri daga. Ég átti að mæta klukkan 10 í skólann í afró, þar sem núna standa yfir svokallaðir árdagar, en náði að missa af strætó. Það þýddi ekki að taka næsta og mæta 40 mín. of seint og fá enga mætingu fyrir vikið, þannig ég ákvað bara að leggja mig aftur og mæta síðan í skólann klukkan 15 í salsa. Það næsta sem ég man er að ég ranka við mér flækt í iPod snúrunni minni með slef niður á höku og heimasímann var bókstaflega að öskra, eða að mér fannst (eigum nefnilega heimasíma sem hringir alltaf hærra og hærra við hverja hringingu), en þá var klukkan orðin 15:05 og ég nátturlega löngu búin að missa af strætó. Þannig ég fór á fætur og vældi e-ð smá yfir því hvað ég væri nú heimsk en eftir 5 mínútur var ég farin í tölvuna að hanga á myspace. Ég ákvað að stofna þetta nýja blogg til að gera e-ð úr deginum. Nema þegar ég byrjaði fór mig all mikið að verkja í móðurlífinu og voru engar verkjatöflur sjáanlegar. Þannig ég skrifaði eina snubbótta færslu og valdi þetta ógeðslega útlit hérna á síðuna sem er ekki skömminni skárri heldur en útlitinu á undan. Mér finnst mjög greinilegt að ég var með óráði þegar ég lét þetta á, þetta lítur út eins og e-ð notað dömubindi þessi örk hérna, og ég ætla ekki að fara neitt nánar út í höndina þarna í horninu. En ég nenni ekki að breyta því. Story of my life...
En nú eru allir að þrýsta á mig um að ég eigi að fá mér vinnu, ætli það sé ekki komin tími til andskotinn hafi það. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir látið mig vita.
Ég hef tekið eftir því að ég fyllist alltaf reglulega viðbjóð af fólki eða bara mannkyninu svona einu sinni í mánuði, og hatrið stendur stundum yfir í nokkra daga í senn. Ég hef reyndar uppgötvað það núna nýlega að ég þjáist af svolitlu sem kallast fyrirtíðarspenna, og þá verður mest allt fólk í augum mínum einstaklega leiðinlegt og óþolandi.
Já skemmtilegt....
Nadia
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2007 | 15:59
Jæja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 15:54
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar