Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2009 | 00:29
Internethóran...
Ég er búin að skilja leifar eftir mig út um allan veraldarvefinn. Tvær bloggsíður, myspace prófíl, facebook prófíl, myndasíðu, þó nokkur myndbönd á youtube og nú berst ég í óðaönn við það að opna ekki Twitter síðu. Ég er búin að vera kærulaus! Lauslát! Ég berst um veraldarvefinn eins og klamedía myndi berast á milli fólks sem væri að stunda mikið kynlíf með fullt af fólki sem er með kynsjúkdóma og notar ekki vörn. Erfitt að koma með hnyttnar myndlíkingar svona seint.
Ég er búin að liggja í nostalgíu kasti eftir að hafa lesið gamlar færslur af blogginu sem ég var með hér í den. Hræðilegur aulahrollur fylgdi þó lesningunni þar sem ég var með eindæmum þunglyndur, bitur unglingur sem var greinilega mjög opin um vanlíðan mína á netinu. Ég fékk óstjórnlega löngun til þess að fara að blogga aftur og ákvað að slá til. Sjáum til hversu lengi þetta endist þó.
Munið þið eftir því þegar allir voru með blogg? Ég man eftir blog.central.is og öllu litlu stelpunum sem voru að blogga þar. "Í dag fór ég í skólann og svo fór ég heim og og fékk mér samloku og síðan hringdi Dísa í mig og þá fórum við út í snúsnú og svo hittum við Möggu og hún gaf okkur nammi og...". Ég man ekki eftir að hafa lesið blogg núna síðust liðin tvö ár sem voru ekki á einhvern hátt pólítísk eða skrifuð af hataðri fegurðardrottningu.
En ok ég ætla að reyna á þetta, þetta verður eilítið tilfinningabældara blogg en áður en biturt verður það þó, því það er eiginleiki sem að ég hef aldrei glatað.
Bless og takk og ekkert snakk.
- Nadia
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 11:15
Kærasta eða ekki - kærasta...
Jæja, nú eru aðeins 3 dagar þangað til að ég og Magnús eigum 1 árs afmæli. Finnst mér það heldur ótrúlegt að einhver maður hafi getað afborið mig í nánast heilt ár.
Þegar ég var ekki kærasta, missti ég ófáa daga svefn yfir því að enginn vildi mig. Leitaði örvæntingafull á börum Reykjavíkur eftir hinum eina sanna, fann einhvern álitlegan og uppgötvaði oftast daginn eftir að þetta var þá bara enn annar drengstaulinn sem var á góðri leið með að verða útbrennd rokkstjarna.
Fjölskylduboð voru e-ð sem ég kveið fyrir, enn einu sinni þurfti ég að standa fyrir fram fjölskylduna og góla sömu rulluna "nei ég á ekki kærasta". Var maður litinn hornauga og hvíslaði fólk á milli sér að ég væri áreiðanlega lesbía víst að enginn maður væri kominn í spilið.
Ég öfundaði stelpur sem töluðu um kærastana sína, stundum varð ég bitur út í leiðinlegar stelpur því mér þótti það furðulegt að einhver vildi þær, en enginn vildi mig. Hvað var að mér?
Í ensku hef ég verið að læra um fordóma í Bandaríkjunum. Þegar fyrstu innflytjendurnir fluttu til Bandaríkjanna myndaðist mikil ringulreið og miklir fordómar. Fólk vissi ekki hvernig það átti að skilgreina sig, en það vissi þó að það gæti skilgreint sig út frá því hvað það var ekki. T.d. tengdi fólk sig við annað hvort að það væri white eða non-white. Þó svo að það kom í rauninni málinu ekkert við hvort að það var hvítt eða ekki, t.d. var litið á gyðinga sem non-white. White var normið, non-white var ekki normið.
Einhvern veginn minnir þetta allt saman mig á hvernig fólk (eða þá kannski bara ég) skilgreinir sig út frá því að vera kærasta/kærasti eða ekki - kærasta/kærasti. Normið er að eiga kærasta/kærustu, en að vera ekki - kærasta/kærasti í kannski langan tíma þykir afbrigðilegt. Það að eiga kærasta/kærustu gerir mann samþykkan í samfélaginu, ég er elskuð að af strák/stelpu þar af leiðandi hlýt ég að vera gild sem manneskja.
En já, hefði maður þá ekki haldið að Þórdís Nadia væri hamingjusamasta manneskjan á plánetunni víst að hún náði að halda sér í kærasta. Nei ekkert endilega. Öll sömu vandamálin hrjá mig og þó að hann Magnús minn elski mig ákaflega mikið, þá hverfa þessi vandamál ekkert. Stundum líður mér meira að segja að ég sé að svíkja lit, að núna er ég orðin bara kærasta, núna er ég bara skilgreind sem kærastan hans Magga.
Fjölskylduboðin hafa ekki skánað með neinu móti. Þegar ég var ekki - kærasta þá dagdreymdi mig um að ganga inn stolt í fjölskylduboð með kærasta í fararbroddi brosandi út af eyrum. Núna hins vegar þegar ég er kærasta eru helst allar samræður um Magnús en ekki mig, þá meina ég þegar hann er ekki í boðunum. Núna er ég spurð þvers og kruss um hann, en það hafa allir takmarkaðann áhuga á hvað ÉG er að gera, kannski er það einhver sem spyr kurteisislega í hálfum hljóðum hvernig gangi í skólunum, annars er það bara Maggi.
Já þetta voru bara svona smá hugleiðingar dagsins, og ég vil endilega fá komment um þessa færslu hvort þið séuð sammála mér eða ekki! Víííí
Nadia
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2007 | 19:57
Á ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi...
Jú ég held það bara...
Nachos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 15:44
Ja hérna...
Ég er veik, aftur. Það er rúmlega mánuður síðan ég var veik. Mjög skrítið. Ég veiktist bara allt í einu í nótt. Fékk hita og hósta.
Líkaminn minn velur afar leiðinlega tímasetningu á að verða veikur, ég hugsa að ég verði að mæta veik í skólann á morgun.
Djöfull er ég komin með fokking ógeð á þessum nágranna hérna sem býr fyrir ofan okkur. Hann er búinn að vera bora og hamra í svona án gríns 2 mánuði. Ég er ekki að meika að hlusta á þetta núna.
Æji ég get ekki mei...
Nadia
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2007 | 17:20
Já, já...
Dagurinn í dag er búinn að vera einstaklega misheppnaður að öllu leyti, en þó hef ég átt verri daga. Ég átti að mæta klukkan 10 í skólann í afró, þar sem núna standa yfir svokallaðir árdagar, en náði að missa af strætó. Það þýddi ekki að taka næsta og mæta 40 mín. of seint og fá enga mætingu fyrir vikið, þannig ég ákvað bara að leggja mig aftur og mæta síðan í skólann klukkan 15 í salsa. Það næsta sem ég man er að ég ranka við mér flækt í iPod snúrunni minni með slef niður á höku og heimasímann var bókstaflega að öskra, eða að mér fannst (eigum nefnilega heimasíma sem hringir alltaf hærra og hærra við hverja hringingu), en þá var klukkan orðin 15:05 og ég nátturlega löngu búin að missa af strætó. Þannig ég fór á fætur og vældi e-ð smá yfir því hvað ég væri nú heimsk en eftir 5 mínútur var ég farin í tölvuna að hanga á myspace. Ég ákvað að stofna þetta nýja blogg til að gera e-ð úr deginum. Nema þegar ég byrjaði fór mig all mikið að verkja í móðurlífinu og voru engar verkjatöflur sjáanlegar. Þannig ég skrifaði eina snubbótta færslu og valdi þetta ógeðslega útlit hérna á síðuna sem er ekki skömminni skárri heldur en útlitinu á undan. Mér finnst mjög greinilegt að ég var með óráði þegar ég lét þetta á, þetta lítur út eins og e-ð notað dömubindi þessi örk hérna, og ég ætla ekki að fara neitt nánar út í höndina þarna í horninu. En ég nenni ekki að breyta því. Story of my life...
En nú eru allir að þrýsta á mig um að ég eigi að fá mér vinnu, ætli það sé ekki komin tími til andskotinn hafi það. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir látið mig vita.
Ég hef tekið eftir því að ég fyllist alltaf reglulega viðbjóð af fólki eða bara mannkyninu svona einu sinni í mánuði, og hatrið stendur stundum yfir í nokkra daga í senn. Ég hef reyndar uppgötvað það núna nýlega að ég þjáist af svolitlu sem kallast fyrirtíðarspenna, og þá verður mest allt fólk í augum mínum einstaklega leiðinlegt og óþolandi.
Já skemmtilegt....
Nadia
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2007 | 15:59
Jæja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 15:54
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar